Greni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rauðgreni (Picea abies)
Rauðgreni (Picea abies)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Undirætt: Piceoideae
Ættkvísl: Picea
Mill.
Species

Um 35; sjá texta.

Rauðgreni í Alberschwende, Austurríki

Greni (Picea) er ættkvísl trjáa af Þallarætt (Pinaceae). Í kringum 35 tegundir finnast. Grenitré eru stór tré; verða fullvaxin um 20-60 metrar og hæst yfir 90 metra. Stórvaxnast verður sitkagreni. Grenitegundir vaxa aðallega í norðanverðu tempraða beltinu og barrskógabeltinu.

Greni greinast á þann hátt að greinarnar eru í hvirfingu og að könglarnir eru keilulaga. Barrnálarnar (laufin) eru fest stök í spíral á greinarnar, hver nál fest á litlum nabbi á greininni. Barrið fellur af eftir 4 til 10 ár, og eru greinarnar hrjúfar af eftirstandandi nöbbunum, sem gerir það auðgreinanlegt frá skyldum ættkvíslum sem eru með tiltölulega sléttar greinar.

Greni er fóðurjurt lirfa sumra tegunda af Lepidoptera. Þau eru einnig fæða lirfna af (Adelges tegundum).

Í fjöllum Svíþjóðar hafa vísindamenn fundið rauðgrenitré, nefnd Old Tjikko[1] og Old Rasmus[2], sem með rótskeytingu greina hefur náð 9550 ára aldri og hefur verið lýst heimsins elsta þekkta núlifandi tré.[3]

Orðsifjar[breyta | breyta frumkóða]

Picea notað í skjaldarmerki Kuhmo, Finnlandi

Orðið "spruce" á ensku kom úr pólsku Prusy, eftir landinu Prússlandi (svæði sem er nú hluti af Póllandi og Kaliningrad Oblast). Það breyttist í z Prus ("frá Prússlandi") og hljómaði sem "spruce" hjá enskumælandi fólki og var almennt heiti yfir vörur til Englands fluttar af Hansakaupmönnum og vegna þess að tréð var talið hafa komið frá ríkinu Prússlandi.[4][5]

Á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]

Grenitré sem aðallega ræktuð hafa verið á Íslandi eru meðal annars sitkagreni, sitkabastarður, blágreni, rauðgreni og hvítgreni. Sitkagreni og sitkabastarður hafa þó verið mest notuð.[6]. Aðrar tegundir hafa verið reyndar eins og broddgreni, svartgreni, skrápgreni, asíugreni, kínagreni og kákasusgreni.

Tegundir[breyta | breyta frumkóða]

Þrjátíu og fimm tegundir eru viðurkenndar í heiminum. The Plant List hefur 59 viðurkenndar tegundir.[7]

P. glauca smáplanta í Kluane National Park, Kanada
Óþroskaðir könglar á P. mariana, Ouimet Canyon, Ontario, Kanada
P. pungens köngull og barr

Grunntegundir:

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]


Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. World’s oldest living tree discovered in Sweden[óvirkur tengill]
  2. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. ágúst 2010. Sótt 30. janúar 2017.
  3. „Swedish Spruce Is World's Oldest Tree: Scientific American Podcast“. 27. maí 2008. Sótt 21. ágúst 2016.
  4. Harper, Douglas. „spruce“. Online Etymology Dictionary. Sótt 21. ágúst 2016.
  5. Norman Davies, God’s Playground: A History of Poland. Vol. 1: The Origins to 1795 (New York: Columbia University Press: 1984), 29.
  6. Grenitegundir Geymt 20 júní 2015 í Wayback Machine Skógrækt ríkisins. Skoðað 31. jan, 2017.
  7. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. febrúar 2019. Sótt 30. janúar 2017.